Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni með fimm framhaldsskólum til þriggja ára um notkun á stafrænum lausnum til að auka aðgengi framhaldsskólanemenda að stoðþjónustu, einkum geðheilbrigðisþjónustu. Um er að ræða stafrænt kerfi á vegum fyrirtækisins Kara Connect ehf. Verkefnið snýst um að tengja saman sérfræðinga í framhaldsskólum sem starfa að stoðþjónustu fyrir nemendur og er tilgangurinn að auðvelda yfirsýn samskipta, auka aðgengi að stuðningi og ráðgjöf og veita yfirsýn yfir þarfir nemenda og veitta þjónustu. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er einn þeirra skóla sem taka þátt í þessu verkefni og tengiliðir FSN við verkefnið verða þær Agnes Helga Sigurðardóttir og Sigríður Guðbjörg Arnardóttir