Reglur um útleigu á húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga
- Heimilt er að leigja húsnæði FSN til ýmis konar fundarhalda, námskeiðshalds og annarra samkoma til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja. Einnig til einstaklinga vegna veislna.
- Neysla áfengis er óheimil í húsnæði skólans nema með sérstöku leyfi skólameistara.
- Gert er ráð fyrir að húsið verði leigt eftir að venjulegri starfsemi lýkur, þ.e. eftir kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, eftir kl. 15:00 á föstudögum og um helgar. Gert er ráð fyrir að húsið sé ekki leigt lengur en til kl. 23:00 á virkum dögum og til kl. 24:00 um helgar.
- Leigugjald er:
Stök rými (20 – 30 manns) …………………………………..7.000 kr. pr. klst.
- lágmarksgjald ……………………………………..…10.000 kr.
Matsalur (80-100 við borð/u.þ.b. 200 í sæti)………………35.000 kr. pr. kvöld
- frá kl. 8:00 – kl. 24:00 …………………………...50.000 kr. pr. dagur
Aðalnámsrými (150-170 við borð/300-350 í sæti)………...85.000 kr. pr. dagur
Útleiga vegna veislu (salir og eldhús)……………………..130.000 kr. pr. dagur
Útleiga vegna veislu (matsalur og eldhús) ………………...65.000 kr. pr. dagur
- Leiga miðast við venjulega uppröðun í matsal og námsrými. Þurfi að breyta því þarf að greiða fyrir það sérstaklega, 7.000 kr. klst. Uppröðun í matsal og námsrými tekur yfirleitt um það bil 4 klst.
- Starfsmaður skólans afhendir leigutaka lykla og fer yfir húsakynnin. Ef leigutaki þarf á frekari þjónustu að halda er rukkað fyrir það sérstaklega kr. 7.000,- pr. klst.
- Innifalið í leigugjaldi er ræsting, afnot af skjávörpum og hljóðkerfi.
- Gerð er krafa um góðan frágang og yfirborðsþrif, það er fara út með allt rusl o.s.frv.
- Ef frágangur telst ekki fullnægjandi er rukkað aukalega fyrir það tímagjald, kr. 7.000,- pr. klst.
- Leigutaki er ábyrgur fyrir skemmdum á húsnæði og búnaði sem hann leigir og þar með skaðabótaskyldur verði hann valdur að skemmdum.
- Kvöldleiga telst vera kl. 16:00 – 23:00.
- Aðalnámsrými er eingöngu hægt að leigja um helgar.
- Útleiga á sumartíma er háð sumarleyfum starfsfólks. Ekki er hægt að leigja í júlí vegna sumarleyfa.
- Ef moka þarf bílastæði vegna útleigu þá bætist sú fjárhæð við reikning.
Reglur þessar voru kynntar skólanefnd 31. mars 2025.