Allir nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa aðgang að þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Hann hefur aðsetur í Lind. Agnes Helga Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi sinnir námráðgjöf við FSN og er hægt að hafa samband við hana á netfangið agnes@fsn.is.
Starfssvið náms- og starfsráðgjafa
Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum m.a. aðstoð við skipuleggja nám sitt og veitir viðtöl eftir samkomulagi.
Náms- og starfsráðgjöf er persónuleg leiðsögn við nemendur og fer fram í trúnaði. Nemendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa af margvíslegum ástæðum og einnig geta kennarar vísað nemendum til náms- og starfsráðgjafa.
NÁMSTÆKNI OG SKIPULAGNING TÍMA
- Tímaáætlanir, gott skipulag, markviss vinnubrögð og góð ástundun erulykilþættir sem stuðla að góðum námsárangri.
- Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að skipuleggja og halda utan nám sitt.
NEMENDUR MEÐ SÉRTÆKA NÁMSÖRÐUGLEIKA
Mikilvægt er að nemendur sem greindir eru með námsörðugleika eða aðrar hamlanir séu meðvitaðir um hvaða þjónusta og úrræði eru í boði. Brýnt er að senda greiningar eða staðfestingu á þeim til námsráðgjafa á rafrænu formi í upphafi fyrstu annar til þess að hægt sé að veita þá þjónustu sem í boði er. Námsráðgjafi tekur faglegt viðtal við nemandann og metur út frá því hvaða úrræði viðkomandi þarfnast. Í kjölfarið er gengið frá samningi um sértæk úrræði í námi. Mikilvægt er að nemandinn geymi afrit af samningnum og er góð leið að skanna hann inn eða taka mynd af honum á símann til að eiga hann á rafrænu formi. Samningurinn gildir á meðan nemandinn er í skólanum. Nemandinn ber þó alla ábyrgð á því að sækja tilgreinda þjónustu.
Nemendur með greiningu um námserfiðleika eiga rétt á aðgangi að hljóðbókum í námi sínu. Hér má sjá upplýsingar um hvernig ferlið gengur fyrir sig.
VEIKINDI
Nemendur sem eiga við langtímaveikindi að stríða sem hamla þeim við nám og/eða mætingar eiga að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa. Þeir meta með hvaða móti skólinn getur komið til móts við nemendur svo að viðkomandi geti stundað námið.
PERSÓNULEGIR ERFIÐLEIKAR
Erfiðar aðstæður nemenda, skilnaður foreldra, vandamál í einkalífi, þungun, kvíði s.s. prófkvíði, þunglyndi, lítið sjálfstraust, vinaleysi, einelti, ofbeldi, vímuefnanotkun o.fl. geta haft mjög slæm áhrif á gengi í námi.
Nemendur eru hvattir til að leita aðstoðar ef slíkt kemur upp og náms-og starfsráðgjafar vinna í samstarfi við sálfræðing og hjúkrunarfræðing að lausn mála.
UPPLÝSINGAR
Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um nám og námsleiðir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og öðrum skólum. Á þetta m.a. við aðra framhaldsskóla, sérskóla og háskóla. Jafnframt er veitt aðstoð við að afla upplýsinga um nám erlendis.
RÁÐGJÖF VEGNA VALS Á NÁMI OG STARFI
Margir nemendur eru tvístígandi og vita ekki hvaða nám hentar þeim eða hvernig nám og störf tengjast. Því þurfa þeir stundum á ráðgjöf að halda. Hægt er að taka áhugasviðskönnunina Bendil gegn vægu gjaldi.
FORVARNIR
Gísli Pálsson er forvarnarfulltrúi skólans. Forvarnarfulltrúi og/eða tengiliðir nemendafélags eru á öllum skólaböllum. Á þeim er nemendum boðið að blása í áfengismæli og þeir sem gera það fara í svokallaðan edrúpott en úr honum eru dregnir út vinningar eftir ballið.
Ef foreldrar hafa áhyggjur af unglingnum sínum er þeim velkomið að hafa samband við Gísla á netfanginu gisli@fsn.is.