Kynning á FSN fyrir 10.bekkinga í á sunnanverðum Vestfjörðum.
Í síðustu viku fóru námsráðgjafi og tveir kennarar úr FSN í eina af reglulegu ferðum starfsfólks FSN í framhaldsdeildina á Patreksfirði.
Mánudagskvöldið 8.apríl var haldin foreldrakynning þar sem foreldrum gafst kostur á að kynna sér námið framhaldsdeild FSN. Fundurinn var nokkuð vel sóttur af foreldrum barna í 10.bekk af svæðinu og sköpuðust góðar umræður í lok fundar.
Á miðvikudeginum var framhaldskólahermir fyrir nemendur 10.bekkjar frá grunnskólunum á sunnanverðum Vestfjörðum. Nemendurnir komu og fengu kynningu á FSN frá námsráðgjafa, deildarstjóra framhaldsdeildar, ásamt tveimur kennurunum FSN. Farið var í spurningaleiki og áður en heim var haldið var öllum boðið í pizzaveislu.