Guðlaugur Gunnarson með fyrirlestur um hljóðhönnun fyrir tölvuleiki fyrir nemendur Gunnlaugs Smárasonar í rafíþróttur, maí 2023.
Í verkefnaviku Fjölbrautaskóla Snæfellinga fengu nemendur í rafíþróttum góðan gest á Teams. Gulli Gunnarsson, sem útskrifaðist jólin 2006 úr FSN og 2012 úr Ravensbourne University í London, hitti krakkana og spjallaði við þau um starfið sitt hjá Remedy Entertainments.
Gulli starfar við hljóðhönnun í tölvuleiki hjá Remedy Entertainment í Helsinki. Remedy er AAA stúdíó í Helsinki og hefur gefið út leiki á borð við Max Payne, Alan Wake, Quantum Break og Control.
Gulli sýndi nemendum hvernig hann hannar hljóð inn í tölvuleiki og hversu ótrúlegur heimur þetta er. Hljóðblöndunin fyrir Control tók tvö og hálft ár og enginn dagur eins á skrifstofunni. Gulli kom t.d. í Skipavík eitt sumarið og lamdi á allskyns járn með upptökuna í gangi, það einmitt rataði inn í leikinn sem hann var að hanna það ár. Starfið er ótrúlega fjölbreytt og spennandi.
Nemendur voru yfir sig hrifnir og greinilegt að spjallið við Gulla ýttu undir áhuga nemenda á að skoða nám sem þau höfðu ekki spáð í fyrr. Gunnlaugur Smárason, rafíþróttakennari, staðfesti að hann og Gulli Gunnars munu halda áfram að fræða og spjalla við nemendur í rafíþróttum og ætla þeir vinirnir að geta gert meira úr þessu skemmtilega uppátæki í framtíðinni.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur í gegnum tíðina útskrifað hæfileika- og metnaðarfullt fólk og mun halda því áfram. Það er gaman að sjá hversu fjölbreyttur útskriftarhópur Fjölbrautaskóla Snæfellinga er.
Örlítið meira um feril Gulla hjá Remedy Entertainmenst:
Gulli byrjaði þar 2018 og hefur unnið við:
Control
https://www.youtube.com/watch?v=PT5yMfC9LQM
Eftirfarandi verðlaun fékk leikurinn fyrir „Leikur ársins“:
IGN
Game Informer
Polygon
Hljóð:
nominated:
The Game Awards
BAFTA
Win:
GDC Awards
Þessa stundina er hann að vinna í Alan Wake 2
https://www.youtube.com/watch?v=zyJvCq4HvQ4