Nemendur í jarðfræðiáfanga heimsækja Eldfjallasafnið í Stykkishólmi
Nú í haust eru kenndir tveir jarðfræðitengdir áfangar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga en það eru almenn jarðfræði og jarðsaga. Snæfellsnes er eins og margir vita mjög merkilegt jarðfræðilega séð og ná nemendur því oft vel að tengja nærumhverfið við námsefnið.
Nú standa yfir lokaverkefnadagar í skólanum og fóru nemendur í almennri jarðfræði í Stykkishólm og kíktu á Eldfjallasafnið. Þar fengu nemendur góða leiðsögn frá Sigurði Grétari starfsmanni safnsins en flestallir voru að heimsækja þetta safn í fyrsta skipti og þótti þeim áhugavert hversu marga merkilega hluti safnið hefur að geyma.