Hlaðvarpssetur og nýsköpunaraðstaða

Síðastliðna viku hefur aðstaðan sem var í Rein verið sett upp í Býli og aðstaðan og aðbúnaðurinn eru alltaf að batna. Nemendur eru farnir að spreyta sig í 3D prentun, vínyl- og laserskurði ásamt því að nota hljóð- og myndverið sem er staðsett í Bæ. Nú geta nemendur og starfsfólk farið að nýta sér þessa frábæru og skemmtilegu aðstöðu.

 

Inn á Býli er eftirfarandi búnaður:

  • Tveir nýir 3D prentara  og einn eldri 3D prentari. – Nemendur hanna ýmislegt í þeim og eru að búa til hluti í nýsköpun. Þ.e. frumgerð af hlutunum.
  • Vínylskeri. Hægt er að búa til límmiða, endurskinsmerki, hita á föt eða allskyns efni með hitapressunni.
  • Hitapressa sem gerir okkur kleift að setja vínylinn á föt og annað. Nemendur geta búið til sitt eigið merki (logo) og prentað á það sem þau vilja.
  • Sublimation prentari sem prentar út hönnun nemenda á Sublimation blöð sem eru svo hituð á föt og annað, s.s. músamottur, bakpoka og fleira.

 

Í Býli eru einnig þrjár borðtölvur sem nemendur geta notað til þess að hanna frumgerð og notað svo öll tækin sem eru til.

 

Þá er rétt að nefna Hlaðvarpssetrið en það er upptökustúdíó með búnað fyrir nemendur til að taka upp hlaðvarp auk þess að þau geta verið í mynd. Inn i Hlaðvarpssetrinu eru þrír hljóðnemar og borðtölva.