Íþróttadrykkur unnin úr þara
Dominik Wiszniewski, Emil Jan Jacunsk, Emil Áskelsson, Hjálmar Ingi Hjaltalín og Ásgeir Hjaltason sem eru allir nemendur úr FSN kepptu í nýsköpun framhaldsskólanema MEMA. Þeirra framlag í keppnina var íþróttadrykkur úr þara en þarinn eykur næringargildi drykksins. Drykkinn kalla þeir KELP co. Undirbúningur hefur farið fram á haustönn en þeir stunda nám í áfanga sem heitir MEMA og kennarinn þeirra er Gunnlaugur Smárason.
Hér má lesa um keppnina. Mema Menntamaskína
Hér má sjá þegar hópurinn í MEMA áfanganum fóru og kynntu sér vinnslu þara; Heimsókn í ISEA
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og vonum að þeir geti haldið áfram að þróa þessa hugmynd.