Nemendur í aðferðafræði kynna verkefnin sín.
Í áfanganum Rannsóknaraðferðir félags- og náttúruvísinda kynnast nemendur vísindalegum rannsóknaraðferðum. Nemendur læra gagnaöflun og úrvinnslu í megindlegum og eigindlegum aðferðum. Lögð er áhersla á hagnýtingu rannsóknaraðferðanna með annað nám í huga. Verkefni nemenda eru mjög fjölbreytt, en þau skoðuðu:
- Áhrif samfélagsmiðla á andlega kvíða og þunglyndi
- Neteinelti
- Hvort eru drengir eða stúlkur sterkari námsmenn
- Hver vinnur heimilisstörfin
- Áhrif símanotkunar á nám
- Áhrif og notkun ljósabekkja
- Ofbeldi gagnvart konum – frá sjónarhorni ungra karla og kennara í íslenskum framhaldsskóla
- Lyftingar
- Áhrif Covid á geðheilsu
- Fréttir
- Eru karlaíþróttir taldar vera mikilvægari
- Áhrif íþróttaiðkunar á börn
- Svefn
Kristín Rós Jóhannesdóttir kennir þennan áfanga.