Mín framtíð

Mín framtíð
Mín framtíð

FSN tekur þátt í Mín framtíð.


MÍN FRAMTÍÐ 2019 – Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll dagana 14. - 16. mars 2019

 

28 faggreinar hafa tilkynnt þátttöku á Íslandsmótinu. Keppendur munu takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku. Tilgangur keppna af þessu tagi er að vekja áhuga grunnskólanema og annarra á iðn- og verknámi með því að láta ungt fólk sýna handbrögð og tækni sinnar greinar. Áhorfendur munu einnig fá tækifæri til að snerta á og prófa hluti undir handleiðslu fagmanna í ýmsum greinum. Hér gefst því upplagt tækifæri til að kynna sér spennandi starfsmöguleika í iðngreinum.

 

33 skólar á framhaldsskólastigi munu kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt, og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Er þetta í þriðja sinn sem framhaldsskólakynning er haldin á sama tíma og Íslandsmót iðn- og verkgreina.

2