Kæru nemendur
Umsögn númer tvö fyrir vorönn 2020 birtist í INNU í morgun. Umsjónarkennarar munu hafa samband við umsjónarnemendur sína og fara yfir stöðuna. Það verður líka haft samband við nemendur eldri en 18 sem hafa ekki umsjónakennara.
Við viljum hvetja ykkur til að halda áfram í náminu af sama krafti og hingað til. Mæting í kennslustundir í TEAMS hefur verið góð og verkefnaskil hjá ykkur hafa verið góð. Nú þegar 2.umsögn hefur verið birt er gott að taka stöðuna og skipuleggja það sem eftir er af önninni. Ég veit ekki hvort að skólum verði leyft að opna fyrir nemendur eftir páska en ég veit að kennarar munu halda áfram að kenna ykkur, hvort sem það er í skólanum okkar í Grundarfirði eða á TEAMS. Ég veit líka að nemendur okkar munu halda áfram að læra heima ef það verður ekki í boði að koma í skólann. Við ætlum að klára þessa önn, hvernig sem við gerum það.
Gangi ykkur vel kæru nemendur og munið að við erum öll i þessu saman. Hikið ekki við að leita eftir aðstoð ef þið þurfið þess, hvort sem það er aðstoð við námið, skipulagningu á náminu eða ef ykkur líður illa. Þetta eru afar undarlegir tímar og aðstæður okkar allra eru allt öðruvísi en þær voru fyrir örfáum vikum. Starfsfólk FSN er til staðar fyrir ykkur bara ekki á sama hátt og áður.
Kveðja
Hrafnhildur, skólameistari