Föstudaginn 24. maí 2024 voru 27 nemendur útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Tíu nemendur luku námi á félags- og hugvísindabraut, tveir nemendur luku námi á náttúru og raunvísindabraut, tveir nemendur luku námi nýsköpunar- og frumkvöðlabraut, átta nemendur luku námi á opinni braut, þrír nemendur luku námi á starfsbraut og tveir nemendur luku viðbótarnámi til stúdentsprófs. Með þessum hóp hefur skólinn útskrifað 597 nemendur frá fyrstu útskriftinni sem var í desember 2005. Það er rétt að nefna að í útskriftarhópnum voru nemendur úr tíu póstnúmerum. Á fyrstu árum skólans komu nemendur fyrst og fremst af upptökusvæði skólans, þ.e. Snæfellsnesi en í dag eru nemendur alls staðar af að landinu.