Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskrifarnemendur 
ljósm. sá.
Útskrifarnemendur
ljósm. sá.

Í gær, þriðjudaginn 25. maí, brautskráðust ellefu nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Af starfsbraut brautskráðust þrír nemendur, þeir Arnór Orri S. Hjaltalín, Jakob Þorsteinsson og Jóel Bjarki Sigurðarson.  Af félags- og hugvísindabraut brautskráðist  Natalia Wasiewicz, af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust fjórir nemendur, þau Aron Bjartur Hilmarsson, Lóa Kristín Kristjánsdóttir, Samúel Alan Hafþórsson og Silja Ólafsdóttir.  Af opinni braut til stúdentsprófs brautskráðust þrír nemendur  Elías Björn Björnsson, Júlía Rós Kapszukiewicz og Karen Lind Ketilbjarnardóttir. 

Lóa Kristín Kristjánsdóttir var dúx skólans.

Að loknu ávarpi og útskrift skólameistara veitti Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari viðurkenningar fyrir góðan námsárangur sem eru gefnar af sveitarfélögum á norðanverðu Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum, Arion banka, Landsbankanum og Soffaníasi Cecilssyni ehf.  Dúx skólans að þessu sinni er Lóa Kristín Kristjánsdóttir.

Í útskriftarræðu Hrafnhildar Hallvarðsdóttur skólameistara kom m.a. fram að á vorönn voru 31 starfsmenn við skólann og tæplega 200 nemendur. Af þeim fjölda voru 80 í fjarnámi. „Í vetur stunduðu níu nemendur nám á starfsbraut, 58 nemendur stunduðu nám á félags- og hugvísindabraut, á náttúru- og raunvísindabraut var 21 nemandi við nám, 76 á opinni braut og 13 á íþróttabraut, á framhaldsskólabraut eitt og tvö stunduðu níu nemendur nám og einn var í viðbótarnámi til stúdentsprófs,“ sagði Hrafnhildur.

Erna Guðmundsdóttir íslenskukennari var kynnir útskriftar, Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari kvaddi útskriftarefnin fyrir hönd starfsfólks og Arna Dögg Hjaltalín fimm ára stúdent flutti ræðu.

Karen Lind Ketilbjarnardóttir nýstúdent flutti ræðu fyrir hönd stúdenta og Jakob Þorsteinsson útskrifaður nemandi af starfsbraut söng lagið Lífið er yndislegt.