Eldri nemandi með myndlistarsýningu og stefnir á mastersnám í stjarneðlisfræði

Ísól Róbertsdóttir heldur sýningu í Norska húsinu
Ísól Róbertsdóttir heldur sýningu í Norska húsinu
Það er alltaf gaman að fylgjast með nemendum sem hafa útskrifast frá FSN. Ísól Lilja Róbertsdóttir sem útskrifaðist með stúdentspróf af náttúru- og raunvísindabraut í maí 2018 heldur myndlistarsýningu með nýjum og nýlegum verkum í Norska húsinu í Stykkishólmi. 
 
Ísól er með B.Sc. gráðu í eðlisfræði með áherslu á stjarnvísindi frá Háskóla Íslands og stefnir á frekara nám í stjarneðlisfræði. Í frístundum málar hún mandölur og í list hennar má sjá innblástur frá náttúrunni og litirnir og spíralarnir minna einnig á vetrarbrautir og stjörnuþokur.
List Ísólar hefur öðlast athygli á samfélagsmiðlum og er Instagram reikningur hennar (@drawing_in_ice) með yfir 20 þúsund fylgjendur.