Heilbrigðisráðuneytið gaf út nýja reglugerð sem tók gildi 14.ágúst og gildir til 27.ágúst. Í reglugerðinni segir:
Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum
Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir.
Vegna þessarar reglugerðar getum við hafið skólastarf en það er ljóst að skólahald verði ekki með hefðbundnum hætti.
- 18.ágúst: Nýnemar mæta á nýnemadag. Auglýsing um skólaakstur er á heimasíðu skólans.
- 19.-21.ágúst: Nýnemar og nemendur á starfsbraut mæta skv. stundaskrá.
- 24.-28.ágúst: Kennsla hefst formlega hjá öllum nemendum. Nánari útfærsla verður kynnt síðar.
Aðgerðir til að koma til móts við reglugerðir og til að reyna að lágmarka hættu á að smit komi upp.
- Víðsvegar um skólann er sótthreinsibúnaður.
- Við hvetjum nemendur til að sótthreinsa sig reglulega og þvo hendur reglulega.
- Það er búið að raða upp stólum og borðum þannig að nemendur sitja með a.m.k. eins metra millibili.
- Mötuneyti verður opið en starfsemin verður með breyttu sniði.
- Starfsmenn/nemendur munu bera grímur þegar það er þörf vegna öryggis.
- Það er mikilvægt að allir fylgi eins meters reglunni.
Það ríkir heimsfaraldur og við minnum alla á að fara eftir sóttvarnarreglum. Reglurnar geta breyst og því er nauðsynlegt að fylgjast með upplýsingum á heimasíðu skólans og í tölvupósti. Munum að fyrirmæli frá stjórnvöldum geta breyst með stuttum fyrirvara
Starfsfólkið í FSN fagnar því að nemendur geti mætt aftur í skólann og hafið nám að nýju. Við hlökkum til að hitta ykkur.
Kær kveðja
Starfsfólk Fjölbrautaskóla Snæfellinga