Fjarkennsla 29. og 30.september.

Góðan dag ágætu nemendur og samstarfsfólks

Neyðarstjórn FSN hélt fund í dag 28.september klukkan 14:30. Á þessum fundi var ákveðið að halda áfram fjarkennslu á þriðjudag 29. september og miðvikudag 30.september.  Þessi ákvörðun er tekin eftir síðustu upplýsingar um stöðu smita í Stykkishólmi.

Við stefnum á að hefðbundið skólahald geti hafist mánudaginn 5.október og þá mun vera grímuskylda í skólanum.

Þar sem ekki hefur komið upp smit nálægt starfstöð skólans á Patreksfirði munu nemendur framhaldsdeildar mæta í skólann.

 

Gangi ykkur öllum vel

Kveðja frá Neyðarstjórn FSN

Agnes, Eydís, Guðrún Jóna, Hermann, Hrafnhildur, Lilja, Ólafur, Sólrún