Það var ákveðið í ljósi aðstæðna á Snæfellsnesi að fjarkenna 21.-23. í gegnum forritið TEAMS. Neyðarstjórn FSN fundaði í morgun og fór yfir stöðu mála. Staðan er enn óljós þannig að við vitum ekki í dag hvort að kennsla geti hafist með hefðbundnum hætti á mánudaginn 28.september. Við munum fylgjast með útbreiðslu veirunnar og taka ákvörðun um framhaldið eins fljótt og unnt er.
Fimmtudaginn 24.september og föstudaginn 25.september eru námsmatsdagar. Þessa daga er því ekki kennsla.
Kæru nemendur, farið varlega og munið sóttvarnarreglurnar. Vonandi sjáum við ykkur öll í skólanum á mánudaginn.
Bestu kveður
Neyðarstjórn FSN: Agnes, Eydís, Hermann, Hrafnhildur, Óli, Rúna, Lilja og Sólrún.