Kæru nemendur og starfsfólk
Á fundi Neyðarstjórnar FSN í dag var ákveðið að á morgun yrði kennt í fjarkennslu en nemendur í Framhaldsdeild á Patreksfirði mæta.
Það er von á nýjum leiðbeiningum um skólastarf í framhaldsskólum og Neyðarstjórn mun funda á morgun og taka ákvörðun um framhald á skólastarfi næstu viku.
Það er rétt að minna á að öll okkar viðbrögð miðast við það að nemendur okkar smitist ekki og að veiran dreifist ekki.
Við í Neyðarstjórn FSN sendum góðar kveðjur til nemenda og starfsfólks. Við erum saman í þessari baráttu og við hvetjum alla til að láta ekki deigan síga og sinna námi og starfi eins og við getum best.