Afhending jafnlaunavottunar. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari og Gná Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri og Birna Dís Eiðsdóttir vottunarstjóri frá Versa vottunarstofu.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga hefur hlotið vottun. frá vottunarstofunni Versa og í kjölfarið hefur Jafnréttisstofa veitt FSN heimild til að nota Jafnlaunamerkið. Þetta þýðir að jafnlaunakerfi FSN uppfyllir kröfur stjórnunarstaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunakerfi FSN byggir á launa- og jafnlaunastefnu skólans. Markmið skólans er að starfsfólk óháð kyni njóti sömu launakjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Vinna við að þróa og innleiða jafnlaunakerfi í FSN fór fram síðastliðið skólaár. Að innleiðingunni unnu Hermann Hermannsson mannauðsstjóri skólans og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari. Þær Anna Beta Gísladóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir frá Ráður, ráðgjafafyrirtæki, leiddu okkur í gegnum undirbúning og innleiðingu.
Hér á myndinni er Hrafnhildur skólameistari að taka við jafnlaunamerkinu frá Gná Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra og Birnu Dís Eiðsdóttur vottunarstjóra í Versa vottun.
Vottunarskírteini FSN.