Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til fundar fyrir foreldra/forráðamenn.
Mánudaginn 31.ágúst klukkan 18:00.
Fundurinn er haldinn í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Fundur fyrir foreldra/forráðamenn nemenda Framhaldsdeildar á Patreksfirði verður boðaður síðar.
Dagskrá:
• Almennt um FSN
• Kynning á námsbrautum
• Kennsluhættir-Námsmat
• Kosning í foreldraráð FSN
• Kynning á stoðþjónustu, INNU og TEAMS
• Mötuneyti og skólaakstur
• Umsjónarkennarar nýnema
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til þess að koma á fundinn og fræðast um skólastarfið, ræða námið og velferð nemenda. Við teljum mikilvægt að samstarf foreldra og skóla sé gott og öflugt. Rannsóknir og reynslan sýna að virkt samstarf foreldra og skóla stuðlar að jákvæðum áhrifum á skólastarfi, auðveldar foreldrum að styðja við börn sín og dregur úr hættu á brottfalli úr skóla. Allir foreldrar/forráðamenn eru velkomnir en foreldrar nýnema eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn.
Skólameistari