í dag og á mánudaginn er ekki kennsla þar sem kennarar vinna við einkunnagjöf og á þriðjudaginn birtist fyrri umsögn vetrarins.
Þær gleðilegu fréttir bárust í dag að sóttvarnareglur yrðu rýmkaðar. Þetta eru helstu breytingarnar og eins og sjá má verður nú leyfilegt að hafa skólaskemmtanir.
Helstu breytingar
- 200 manna fjöldatakmarkanir innandyra í stað 50 - engar utandyra
- Engar fjöldatakmarkanir í verslunum
- Allt að 1.000 manns með grímu á sitjandi viðburðum - hlé og veitingasala leyfð
- Grímunotkun þar sem ekki er hægt að virða eins metra reglu
- Full afköst heimil hjá sundlaugum og líkamsræktarstöðvum
- Íþróttakeppnir og æfingar heimilar með 200 í hverju hólfi
- Skólareglugerð fellur úr gildi - almennar reglur gilda en þær má þó rýmka
- Skólaskemmtanir leyfðar í grunn- og framhaldsskóla án takmarkana
- Vínveitingastaðir mega taka á móti gestum til miðnættis, allir út fyrir eitt
- Hvorki þarf sýnatöku vegna loka sóttkvíar í dag né í lok smitgátar.
Fólki sem hefur verið útsett fyrir smiti er ekki lengur skylt að fara í smitgát en þó er hvatt til hennar, samkvæmt færslu á vef stjórnarráðsins.