Neyðarstjórn FSN hittist á fundi í dag og þar var tekin sú ákvörðun að skólahald þessa viku yrði áfram með sama hætti:
- nemendur í Framhaldsdeild mæta í deildina á Patreksfirði,
- aðrir nemendur munu stunda námið samkvæmt stundatöflu á TEAMS og MOODLE.
Við viljum minna á:
- þessa vikuna þurfa nemendur að velja áfanga fyrir vorönn 2021. Umsjónarkennarar eru til aðstoðar og einnig geta nemendur haft samband við Agnesi ráðgjafa og Sólrúnu aðstoðarskólameistara.
- Agnes sendi ykkur póst um könnunina Ungt fólk. Þessi könnun verður lögð fyrir í dag eftir hádegismat, klukkan 12:35. Við hvetjum ykkur til að taka þátt.
- Við viljum líka hvetja ykkur til að skoða HappApp. HappApp byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og býður upp á andlega heilsueflingu. Í appinu eru jákvæð inngrip í formi æfinga sem fólk getur gert til þess að auka andlega vellíðan sína. Æfingarnar auka hamingju/vellíðan og draga úr einkennum þunglyndis og kvíða. Appið er unnið í samstarfi við Embætti landlæknis og er ókeypis fyrir alla landsmenn.
Við minnum nemendur og starfsfólk á að halda í gleðina og jákvæðnina á þessum flóknu tímum. Þessu er ekki lokið og við skulum vanda okkur í persónulegum sóttvörnum.
Við söknum ykkar og hlökkum til að þessu tímabili ljúki og við getum farið að hittast aftur.
Neyðarstjórn FSN:
Agnes Helga Sigurðardóttir,
Eydís Þórsdóttir,
Guðrún Jóna Jósepsdóttir,
Hermann Hermannsson,
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir,
Lilja Magnúsdóttir,
Ólafur Tryggvason
Sólrún Guðjónsdóttir