Fyrirkomulag kennslu 26.-30.október

 Ágæta samstarfsfólk og nemendur.

Ég vil þakka ykkur fyrir síðustu viku. Ég vil þakka ykkur fyrir að taka tillit til ástandsins í samfélaginu og hve vel þið fylgið sóttvarnareglum. Ég dáist líka að því hvað þið eruð vinnusöm í námi og starfi.  Ég veit að það  er þreytandi að þurfa að vera í námi í þessu ástandi og við söknum þess öll að geta ekki haft skólalífið með eðlilegum hætti. Sumir fá ekki að mæta í skólann en geta sinnt náminu í TEAMS. Við skulum samt muna að til að við komumst út úr þessum heimsfaraldri og náum að útrýma Kóróna veirunni þá þurfum við öll að hjálpast að, fara eftir sóttvarnareglum og muna persónulegt hreinlæti. Reynum að vera sem mest heima og forðast margmenni. Það er ekkert gaman að þurfa að hafa þessar reglur, munum bara að þær færa okkur nær þeim áfanga að geta lifað eðlilegu lífi aftur.

Reglugerð sem er í gildi núna gildir til 10.nóvember. Við munum hafa sama fyrirkomulag á kennslu þangað til og ef nýjar reglur verða gefnar út þá, verður fyrirkomulagi á kennslu breytt samkvæmt þeim.

Í næstu viku verður því þetta fyrirkomulag á kennslu.  Nýnemar og starfsbraut koma í skólann og nemendur í Framhaldsdeild. Þá munu nemendur í nokkrum áföngum mæta í skólann. Nemendur í grunnteikningu, tölvuleikjaáfanga, myndlist, bókfærslu og stærðfræði: STÆR3FB og  STÆR2TV mæta samkvæmt neðan greindu. Kennarar í þessu áföngum setja inn upplýsingar á MOODLE. Í anddyri verða upplýsingar um það hvar þessir áfangar verða kenndir.

                   Næsta vika er 44. vika.  26.-30.október

  • Mánudagur:
    • Nemendur í grunnteikningu mæta í skólann samkvæmt skilaboðum frá Ólafi kennara.
    • Nemendur í GAME1TF mæta í skólann.
    • Nemendur í myndlist mæta í skólann í fyrstu t0
    •  
  • Þriðjudagur:
    • Nemendur í bókfærslu  mæta kl.9:35-12:05.
    • Húsfundur með nemendum og starfsfólki á TEAMS.
  • Miðvikudagur:
    • Nemendur í grunnteikningu mæta í skólann samkvæmt skilaboðum frá Ólafi kennara.
    • STÆR3FB mæta kl.10:30-13:25.
    •  
  • Fimmtudagur:
    • STÆR2TV mæta  klukkan 8:30-11:10.
  • Föstudagur: 

Til minnis:

  • Grímuskylda verður í skólanum.
  • Munið 2 m reglu og sóttvarnir.
  • Þið sem ekki hafið valið áfanga fyrir vorönn 2021 getið haft samband við Agnesi námsráðgjafa eða Sólrúnu aðstoðarskólameistara.
  • 9.-10.nóvember eru námsmatsdagar, þá daga er ekki kennsla.

Kær kveðja og eigið góða helgi

Hrafnhildur skólameistari