Fyrirkomulag kennslu 6.-9.október

Næsta vika er 41.vika 5.-9.október

 Eins og flestum er ljóst hefur verið gripið til hertra sóttvarnaraðgerða í samfélaginu. 4.október var gefin út reglugerð um takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar. Við höfum breytt fyrirkomulagi á kennslu í FSN með þetta í huga.  Ég vil minna alla, bæði starfsfólk og nemendur að fara eftir sóttvarnarreglum, þvo sér oft um hendur og spritta og virða eins metra regluna.  Almennt er mælst til grímunotkunar í framhaldsskólum en það er grímuskylda þar sem ekki er hægt að virða reglur um hámarksfjölda og nálægðarareglu um minnst 1 metra fjarlægð, s.s. í sameiginlegum rýmum og við innganga.

 

Eftirfarandi reglur gilda þessa viku:

 Skólanum er skipt í fjögur hólf/skólastofur.

Hólf 1 er stóri salurinn, þar verða allir nýnemar.

Hólf 2 er Kvika og Býli. Þar verða nemendur fæddir 2003.

Hólf 3 er Höfði, Hæð og Heiði. Þar verða nemendur fæddir 2002 og fyrr.

Hólf 4 er Dimman. Þar verður starfsbrautin.

Hólf 5 er Framhaldsdeildin.

 

Til minnis:

  • Nemendur fara inn í mismunandi innganga eins og áður.
    • Nýnemar og starfsbraut fara inn um aðalinngang.
    • Árgangur 2003 fer inn um inngang austanmegin.
    • Árgangur 2002 og eldri fara inn um inngang vestanmegin.
  • Blöndun milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa.
  • Fyrirkomulag matartíma:
    • Morgunmatur:
      • Nemendur fara inn í matsal og sækja sér hafragraut og/eða brauð og taka matvælin með sér inn í sitt hólf og borða þar.
    • Hádegismatur:
      • Nemendur fara ekki allir í hádegismat saman, heldur fara nemendur hólfaskipt í matinn, borða hádegismat í matsal og fara síðan aftur í sitt hólf.
    • Tímasetning fyrir morgunmat og hádegismat verður send út á morgun.

 

  • Við íþróttakennslu eru snertingar heimilar milli nemenda á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 1 metra nálægðartakmörkun í búningsklefum og á öðrum svæðum utan æfingasvæðis. Mælst er til þess að íþróttakennsla fari sem mest fram utandyra.

               

Kveðja

Hrafnhildur skólameistari