Nemendur í áfanganum SAKA (LÍFF2SA05) ásamt Ragnari Jónssyni lögreglufulltrúa.
Í seinustu viku fengu nemendur okkar í áfanga sem gengur undir nafninu SAKA (LÍFF2SA05 - sakamálaáfanginn) fyrirlestur frá Ragnari Jónssyni lögreglufulltrúa hjá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík. Fyrirlesturinn fór fram í gegnum Teams og kynnti Ragnar nemendur fyrir starfi sínu og þeim aðferðum sem hann og hans félagar beita við lausn sakamála á Íslandi. Nemendur í SAKA hafa verið að vinna að sínu eigin sakamáli seinustu daga sem þau stefna á að leggja fyrir samnemendur sína á næstunni. Því kom fyrirlesturinn sér mjög vel fyrir áfangann og mun vonandi veita nemendum innsýn í réttarvísindi og kveikja hugmyndir við gerð síns verkefnis. Hver veit nema framtíðarstarfsmenn lögreglunnar leynist þeirra á meðal.
Við þökkum Ragnari kærlega fyrir að leyfa okkur að skyggnast inn í starf hans hjá lögreglunni.