Gestir frá Norrköping í Svíþjóð

Gestirnir Kjell, Ida og Josephine ásamt skólameistaranum Hrafnhildi Hallvarðsdóttir
Gestirnir Kjell, Ida og Josephine ásamt skólameistaranum Hrafnhildi Hallvarðsdóttir

Hér í FSN voru góðir gestir frá Norrköping í Svíþjóð.

FSN og De Geergymnasiet, framhaldsskóli í Norrköping í Svíþjóð, fengu úthlutaðan styrk að upphæð 2120 EUR frá Nordplus. Yfirskrift verkefnisins er : ”preparatory visit for a project about Nordic cooperation, languages, culture etc.”
Í De Geergymnasiet eru um 700 nemendur og er þar boðið upp á nám í félagsvísindum, listum, hugvísindum og ferðamálafræðum.
Til okkar komu þrír kennarar;
Kjell – kennari í sænsku, ensku, og sænsku sem annað tunglumál
Ida – kennari í sænsku
Josephine – kennari í sænsku og íþróttum
Kennararnir verða í heimsókn í FSN 8.-9.október. Í framhaldi verður grundvöllur skoðaður fyrir áframhaldandi samstarfi og hugsanlega fáum við aftur heimsókn frá Norrköping í september og þá verða nemendur einnig með í för.