FSN er komin í grænu skrefin og stefnum við á að vera komin með allavega 2 skref fyrir áramót. Þurfum að vera komin með öll 5 skrefin fyrir vorið 2021, en með góðri þátttöku starfsmanna verður það ekkert mál.
Verkefnið Græn skref er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Með þátttöku í Grænum skrefum gefst stofnunum tækifæri á að innleiða öflugt umhverfisstarf með kerfisbundnum hætti undir handleiðslu sérfræðinga Umhverfisstofnunar.