Myndir frá heimsókn nemenda í Reykholt
Þann 30. nóvember fóru 17 nemendur úr FSN ásamt David sögukennara í skólaheimsókn að Snorrastofu í Reykholti. Markmið námsins er að kveikja áhuga nemenda á því að lesa íslenskar fornsögur en þær eru merkur bókmenntaarfur sem er þekktur um allan heim. Sögurnar m.a. Heimskringla, eru notaðar sem innblástur fyrir ýmis verkefni. Sigrún Guttormsdóttir, sviðstjóri í Snorrastofu tók vel á móti okkur og bauð okkur upp á kynningu á og leiðsögn um forleifar, ritlist, sögu og einnig verkefni sem Snorrastofa tekur þátt í. Áhugavert var til dæmis frásögn af tilraun til að hlaða niður í símaappi með hljóðleiðsögn. Eftir heimsóknina lásum við saman m.a. í Laxdælu, Egils sögu Skallagrímssonar og Snorra-Eddu