Það hefur oft verið sagt að þetta séu öðruvísi tímar sem við lifum núna. Það sést vel í FSN að tímar eru öðruvísi. Samkvæmt reglugerð erum við að kenna nemendum í hólfum og þau mega ekki fara á milli hólfa. Starfsfólkið má fara á milli hólfa og allir þurfa að vera með grímur. Við erum öll sammála um að þetta er ekki eins og við viljum hafa skólann en við höfum ekki val, allir þurfa að fara varlega og fylgja sóttvarnareglum. Nemendur og starfsfólk eiga stórt og mikið hrós skilið, við reynum öll að gera það besta úr þessu.
Við höfum rætt það að breyta fyrirkomulaginu í næstu viku og reyna að gera ástandið bærilegra fyrir nemendur og starfsfólk. Við munum kenna samkvæmt hólfaskiptingu á morgun en á mánudag og þriðjudag kennum við að heiman og öll kennsla fer fram á TEAMS. Við munum nota mánudaginn og þriðjudaginn til að setja nýtt og vonandi betra skipulag.
Takk fyrir að vera svona frábær öll sömul, nemendur og starfsfólk FSN. Það er aldrei of oft sagt, við erum í þessu saman.
Góð kveðja, Hrafnhildur skólameistari