Hugleiðingar í lok október

Kennslan í FSN hefur verið með svipuðu sniði undanfarnar tvær vikur. Nýnemar og nemendur á starfsbraut fá að mæta í skólann í Grundarfirði og nemendur í Framhaldsdeild fá að mæta í deildina á Patreksfirði. Nokkrir hópar hafa fengið boð um að koma og hitta kennara í skólanum. Nú er ný reglugerð á leiðinni og verður hún birt núna eftir hádegið. Það mun verða sendur vikupóstur þegar það er ljóst hvort og þá hvernig þessi reglugerð hefur áhrif á skólahald í FSN. Þangað til þá höldum við áfram að gera eins vel og hægt er í þessu ástandi.

Kennt í COVID