Hvernig má brúa bilið á milli framhaldsskóla og háskóla fyrir erlenda nemendur?

Helgina 2.-3. nóvember verður haldið hackathon á vegum SÍF og LÍS í Hinu húsinu sem ber yfirskriftina Hvernig má brúa bilið á milli framhaldsskóla og háskóla fyrir erlenda nemendur?
Hackathon er nýsköpunarkeppni þar sem keppendur skipa lið og vinna að því að finna lausn á vandamáli á u.þ.b. sólarhring. Hjá okkur verður krafa að hafa a.m.k. 1 keppanda af erlendum uppruna í hverju liði.