Haustið 2022 verður innritun í framhaldsskóla með nokkuð breyttu sniði miðað við fyrri ár. Fallið hefur verið frá því að hafa sérstakt forinnritunartímabil, en lengja þess í stað tímabil innritunar nýnema nokkuð, eða í 6 vikur.
Innritunartímabil eldri nemenda færist fram sem þessu nemur eða um 2 vikur alls.
Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á haustönn 2022 verður sem hér segir:
- Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur fer fram 1.-28. febrúar.
- Innritun eldri nemenda fer fram 15. mars til 22. apríl.
- Innritun nemenda í 10. bekk fer fram 25. apríl til 10. júní.
Almennar upplýsingar um innritun í framhaldsskóla má finna á vef Menntamálastofnunar.