Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í þrítugasta skipti á þessu ári mun fara fram í beinni útsendingu á RÚV án áhorfenda. Jakob Þorsteinsson mun keppa fyrir hönd Fjölbrautarskóla Snæfellinga ásamt 20 Keppendum öðrum framhaldsskólum landsins.
Keppnin átti að fara fram í vor en var slegið á frest til hausts vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna hertra smitvarna síðustu vikur hefur nú verið ákveðið að keppnin fari fram án áhorfenda.
Keppnin fer fram 26. september og verður send út í beinni útsendingu frá húsnæði Exton í Kópavogi.
Við óskum Jakobi góðs gengis og hlökkum til að sjá hann á stóra sviðinu.