Fjórir kennarar lögðu land (og sjó) undir fót og heimsóttu framhaldsdeildina á Patreksfirði í vikunni. Eftir nokkurn velting í Baldri komust kennararnir þó (mis)heilir á húfi í framhaldsdeildina og hittu þar fyrir bratta nemendur og deildarstjóra. Kvartettinn heimsótti einnig unglingadeild Bíldudalsskóla og átti þar gott spjall við nemendur um framhaldsnám þar sem kennsluhættir FSN voru meðal annars kynntir. Heimsóknin endaði svo á flatbökuveislu þar sem kennarar og nemendur framhaldsdeildarinnar snæddu saman og ræddu um næstu heimsókn deildarinnar til Grundafjarðar eftir tæpar tvær vikur.
Kennarar koma þrisvar sinnum á önn í Framhaldsdeildina til að kenna nemendum þar og meðan þeim heimsóknum kenna þeir nemendum samhliða í Grundarfirði í gegn um Teams. Nemendur Framhaldsdeildarinnar koma svo þrisvar sinnum á önn yfir til Grundarfjarðar til að stunda nám og félagslíf með nemendum þar.