Staðkennsla verður heimil með þessum takmörkunum:
Framhaldsskólar:
- Samkvæmt reglugerð um skólahald sem gildir frá 1. – 15. apríl þá er miðað við að hámarksfjöldi í rými sé 30 manns og blöndun heimil.
- Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30.
- Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.
- Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
- Stóra salnum verður skipt í tvennt með skilrúmum.
- Matsal verður skipt í tvennt með skilrúmum.
- Reglugerð um takmörkun á skólastarfi sem gildir frá 1.-15.apríl er hægt að lesa hér.
Sjáumst vonandi hress og kát á miðvikudaginn.