FSN í samstarfi við AFS á Íslandi er í leit af fósturfjölskyldu fyrir ungan dreng sem hyggst koma í skiptinám í FSN næsta haust.
Drengurinn mun dvelja á Íslandi frá 20.ágúst 2023 – 15.júní 2024.
Fjölskyldur sem bjóða skiptinemum inn á heimili sín geta verið mjög margbreytilegar, t.d. fjölskyldur með börn, barnlaus hjón eða einstæðingar í bæ eða í sveit. Það er fyrst og fremst áhuginn og hlýtt viðmót sem skiptir máli. Þegar fjölskylda hýsir skiptinema verður hún margs fróðari um land og þjóð skiptinemans.
Stutt lýsing á Mehdi;
Mehdi er fimmtán ára strákur sem kemur frá Brussel í Belgíu. Hann býr með móður sinni og tveimur systkinum. Helstu áhugamál Mehdi eru eldamennska og sund. Hann spilar líka fótbolta með vinum sínum og hefur gaman að því að horfa á bíómyndir og þáttaraðir. Hann undirbýr yfirleitt alltaf kvöldmatinn á heimilinu þar sem hann hefur svo gaman að því. Nýjasta áhugamálið er að ferðast en hann hefur ekki ferðast mikið og Ísland verður því eitt af fyrstu áfangastöðunum. Mehdi er glaðvær, talar mikið og hefur gaman að félagsskap annarra. Mehdi myndi helst vilja vera hjá fjölskyldu þar sem eru lítil börn því hann hefur mjög gaman að því að leika við yngri börn. Mehdi borðar Halal mat en er tilbúinn til að vera á “pescatarian” mataræði (borðar þá allt nema kjöt og kjúkling).
Áhugasamir hafi samband við Svanhvíti fyrir nánari upplýsingar á svanhvit@fsn.is eða í síma 456-8400.