Leiðbeiningar um handþvott

Handþvottur

Sjá stærri mynd

Handþvottur er mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðhafa því snerting, bein og óbein, er lang algengasta smitleið sýkla milli manna.  Með höndunum snertum við allt umhverfi okkar og með þeim komast sýklar inn í slímhúð í munni, nefi, augum og kynfærum og geta valdið sýkingu.  Með höndunum geta sýklar komist í matvæli og borist þannig yfir í aðra.  Vandaður handþvottur er því afar mikilvægur hvort sem honum er beitt til að vernda sjálfan sig eða umhverfið.

 

Aðferð til að nota við handþvott og handsprittun

  • Endurtakið a.m.k. fimm sinnum hvert atriði handhreinsunarinnar
  • Stöðluð aðferð sem tryggir að ekkert svæði handanna verði útundan