Það er gaman að segja frá því að nú hefur verið sett upp listaverk við FSN. Verkið er unnið af Olena Sheptytiska og Mykola Kravets. Þau eru listamenn frá Úkraínu og eru nú búsett í Grundarfirði. Þau hafa unnið við skúlptúragerð og skreytingar í tíu ár. Hér er tengill á síðu með verkum þeirra Olenu og Mykola: https://dyvyna.com.ua og þau hafa einnig facbooksíðu: https://www.facebook.com/dyvyna21
Listaverkið við FSN samanstendur af fiski og kindum þar sem undirstaða samfélaga á Snæfellsnesi er sjávarútvegur og á Jeratúni, þar sem skólinn stendur voru kindur.