Miðvikudaginn 10. maí héldu nemendur í umhverfisfræðiáfanga út á Hellissand og heimsóttu hina glæsilegu Þjóðgarðsmiðstöð sem opnaði nú á dögunum. Vel var tekið á móti nemendum sem fengu leiðsögn um bygginguna frá Hákoni Ásgeirssyni þjóðgarðsverði.
Nemendur hlýddu einnig á áhugaverðan fyrirlestur frá frönskum vísindamönnum sem kynntu rannsóknir sínar á Snæfellsjökli en undanfarin ár hafa þeir rannsakað jarðfræði og virkni jökulsins með sérstökum mýeindaskanna sem gefur mynd af innviðum fjallsins. Nemendur voru áhugasamir um hina nýju byggingu, svæðið og starfsemina. Í framtíðinni verða vonandi fleiri heimsóknir út í Snæfellsjökulsþjóðgarð.