FSN tekur þátt í EEA verkefninu Food for thought með skóla í Frenstat í Tékklandi. Við tókum á móti nemendum og kennurum þaðan í vor og nú er komið að því að nemendur okkar og kennarar fari til Tékklands. Það voru 12 nemendur ásamt 3 kennurum sem skelltu sér til Tékklands.
Einn kennari fór til Noregs í sambandi við Erasmus verkefni sem hún er að vinna með sem hófst síðasta vetur.
Fyrsta ferð framhaldeildarinnar er núna þessa vikuna.
Núna stendur yfir nýnemavika þar sem Nemendafélagið gerir ýmislegt með nýnemum t.d sokkabolti, hattadagur og ratleikur og verður svo fyrsta skólaballið núna á fimmtudaginn.