Næsta vika 21.-25.september.

                          Góðan dag ágæta samstarfsfólk og nemendur

Takk fyrir þessa viku sem er að líða. Skólastarf gengur vel og bæði starfsfólk og nemendur fara eftir sóttvarnareglum.

 SAKA

Það er gaman að segja frá skemmtilegum áfanga sem þau Birta Antonsdóttir og Árni Ásgeirsson kenna þessa önn. Áfanginn gengur undir heitinu SAKA hér innan húss en í námskrá skólans heitir áfanginn LÍFF2SA05 eða Sakamál og réttarvísindi – CSI.

 

MeMa

Í skólanum eru fimm nemendur að vinna að skemmtilegu verkefni í áfanga sem kallast MeMa eða Menntamaskína. Menntamaskína er nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk. Gunnlaugur Smárason og Loftur Árni Sigurbjörnsson halda utan um þetta verkefni. Nemendur í þessum áfanga eru þær Halldóra Margrét Pálsdóttir, Heiðrún Edda Pálsdóttir, Kristrún S. Þorgrímsdóttir, Melkorka Sunna Sævarsdóttir og Tinna Guðrún Alexandersdóttir.

 

Rafræn stoðþjónusta

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni með fimm framhaldsskólum til þriggja ára um notkun á stafrænum lausnum til að auka aðgengi framhaldsskólanemenda að stoðþjónustu, einkum geðheilbrigðisþjónustu.  Um er að ræða stafrænt kerfi á vegum fyrirtækisins Kara Connect ehf. Verkefnið snýst um að tengja saman sérfræðinga í framhaldsskólum sem starfa að stoðþjónustu fyrir nemendur og er tilgangurinn að auðvelda yfirsýn samskipta, auka aðgengi að stuðningi og ráðgjöf og veita yfirsýn yfir þarfir nemenda og veitta þjónustu. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er einn þeirra skóla sem taka þátt í þessu verkefni og tengiliðir FSN við verkefnið verða þær Agnes Helga Sigurðardóttir og Sigríður Guðbjörg Arnardóttir

 

                   Næsta vika er 39. vika.  21.-25.september

 

  • Mánudagur:
  • Þriðjudagur:
    • Starfsmannafundur
  • Miðvikudagur:
    • íþróttavika Evrópu 23.-30. okt. Nánari upplýsingar síðar.
  • Fimmtudagur:
    • Námsmatsdagur – ekki kennsla.
  • Föstudagur: 
    • Námsmatsdagur – ekki kennsla

 

Til minnis:

  • Mikilvægt er að starfsfólk og nemendur haldi sig heima og mæti ekki til vinnu eða í skóla ef þið byrjar að finna fyrir einkennum. Helstu einkenni COVID-19 minna á venjulega flensu: Hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. Meltingareinkenni (kviðverkir,ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en eru þó þekkt. Ef fyrrnefnd einkenni koma upp hjá þér eða fjölskyldu þinni hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við heilsugæslu, netspjallið á Heilsuvernd.is eða vaktsíma 1700 með ofangreindar upplýsingar.
  • Leiðbeiningar ef að upp kemur COVID-19 SMIT er að finna hér.

              

Kveðja

Hrafnhildur skólameistari