Nemendur FSN í FRÍS

Framhaldsskólaleikarnir í rafíþróttum eru í gangi þessa dagana og sendi FSN tvö lið til leiks. Í Rocket league spila Gunnlaugur Páll, Arnar Breki og Jón Benjamín varamenn eru Veronika Ósk og Hreinn Ingi. Í Fifa spila Gunnar Jökull og Kristján Freyr. Rocket league liðið keppti í sama móti í fyrra og eru því með reynslu úr mótinu.

Rocket league liðið hefur spilað þrjá leiki og unnið þá alla. Liðsstjórinn Gunnlaugur Páll segir liðið eiga eftir að spila á móti tveimur bestu skólunum og eru þau staðráðin í því að leggja allt í sölurnar. Liðið spilar á laugardaginn og sunnudaginn sína síðustu leiki í deildarkeppninni. Við vonumst til að þau nái inn í úrslitakeppnina og þá eru allir vegir opnir.

Fifa mótið er einnig í gangi núna og eiga strákarnir erfitt uppdráttar, þeir eru að spila í mótinu í fyrsta skipti og eru að fikra sig áfram jafnt og þétt. Þeir eru búnir að spila 4 leiki og vinna einn af þeim og tapað þremur. Þeir eiga einn leik eftir og verður hann spilaður á fimmtudaginn 27. janúar.

Hérna má sjá stöðuna og leikina hjá liðum FSN:
Rocket League

https://www.challengermode.com/.../444955d4-4956.../matches

FIFA

https://www.challengermode.com/.../85360373-21cf.../matches

Gunnlaugur Páll streymir öllum leikjum FSN í Rocket league og geta áhugasamir horft á leikina hérna: https://www.twitch.tv/gullos1000