Nemendur FSN í skiptinám

AFS er samfélag skiptinema, fjölskyldna og sjálfboðaliða sem vinna að því að tengja saman menningarh…
AFS er samfélag skiptinema, fjölskyldna og sjálfboðaliða sem vinna að því að tengja saman menningarheima. Skiptinemar sjá heiminn í nýju ljósi.

Tveir nemendur FSN eru komin til Evrópu í skiptinám á vegum AFS á Íslandi. Þau fóru þann 30.ágúst s.l. Þetta eru þau Eyþór Júlíus Hlynsson nemandi á náttúru- og raunvísindabraut en hann fer til Slóvakíu í skólann Gymnazium Vrable og dvelur í þrjá mánuði. Hinn nemandinn er Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir nemandi á íþróttabraut en hún fer til Ungverjalands í skólann Vetesi Albert Gimnazium og dvelur hún í fimm mánuði.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga styður við nemendur sína tilað fara í skiptinám og óskum við þeim góðs gengis og hlökkum til að fá þau aftur til okkar, örugglega reynslunni ríkari.