AFS er samfélag skiptinema, fjölskyldna og sjálfboðaliða sem vinna að því að tengja saman menningarheima. Skiptinemar sjá heiminn í nýju ljósi.
Tveir nemendur FSN eru komin til Evrópu í skiptinám á vegum AFS á Íslandi. Þau fóru þann 30.ágúst s.l. Þetta eru þau Eyþór Júlíus Hlynsson nemandi á náttúru- og raunvísindabraut en hann fer til Slóvakíu í skólann Gymnazium Vrable og dvelur í þrjá mánuði. Hinn nemandinn er Ólöf Harpa Aðalsteinsdóttir nemandi á íþróttabraut en hún fer til Ungverjalands í skólann Vetesi Albert Gimnazium og dvelur hún í fimm mánuði.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga styður við nemendur sína tilað fara í skiptinám og óskum við þeim góðs gengis og hlökkum til að fá þau aftur til okkar, örugglega reynslunni ríkari.