Það var mikið fjör og mikil gleði í FSN síðastliðna viku. Nemendafélagið hélt svokallaða nýnemaviku og gerðu nemendur sér ýmislegt til gamans. Það var t.d. farið í kahoot og keppt í margskonar íþróttum. Á fimmtudeginum var "Tropical" þemadagur og farið í ratleik. Þar fengu nýnemar ársins 2021 og 2020 að keppa í hinum ýmsu þrautum.
Hápunktur vikunnar var svo nýnemaball en það hefur ekki verið haldið skólaball í FSN síðan í desember 2019 vegna covid. Skólaballið var haldið að Skildi í Helgafellssveit. Þeir sem komu fram á ballinu voru DJ Sveinn Ágúst, Davíð og Hjörtur og Ingi Bauer. Nemendur gátu farið í fyrirmyndapott en í vinning var gisting á Hótel Búðir fyrir tvo, þriggja rétta kvöldmáltíð og morgunverður. Einnig var frí peysa að eigin vali frá NFSN.
Ballið fór einstaklega vel fram, hegðun nemenda var til fyrirmyndar og allir skemmtu sér hið besta.