Í dag er nýnemadagur en þá koma nýnemar í skólann í fyrsta skipti sem nemendur FSN.
Við bjóðum nýnema velkomna í skólann og erum spennt fyrir komandi skólaári.
Á nýnemadögum bjóðum við nemendum upp í morgunmat og hádegismat. Við höfum því miður ekki fengið neinn í stöðu matráðar þannig að mötuneytið verður ekki starfrækt í haust. Við munum bjóða nemendum upp á morgunmat en þeir þurfa síðan að sjá um næringu í hádegismat. Aðstaðan í mötuneytinu mun verða bætt, við munum fjölga tækjum eins og örbylgjuofnum, samlokugrillum og þ.h. og hugsanlega setja upp einhverja sjálfsala.