Við í rafíþrótta áfanganum í FSN höfum verið að æfa okkur í Rocket League síðustu 4 vikurnar. Alls eru 28 nemendur sem stunda nám í rafíþróttum við FSN og skiptast nemendur í 5 lið (5-6 manns í liði). Föstudaginn 22. janúar tókum við æfingarmót, í því móti var keppt í pörum. Það voru sex lið sem tóku þátt í mótinu.
Aron Ólafs, framkvæmdarstjóri Rafíþróttasamtaka Íslands, hélt fyrirlestur fyrir okkur um rafíþróttir. Hann fræddi okkur um m.a. um hvernig rafíþróttir eru á Íslandi núna og hvað þarf til þess að vera góður í rafíþróttum. Virkilega skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur.
Haldið var mót á milli liðana föstudaginn 29. janúar. Í því móti var keppt í þrenningum (3 á móti 3). Oliver Darri Þrastarson, Gunnlaugur Páll Einarsson og Símon Andri Sævarsson kepptu fyrir hönd R.O.N. Gaming og unnu mótið. Á næstu vikum munu liðin gera ýmis verkefni tengd hvernig góður liðsmaður hagar sér, lýðheilsu og spilun CS.GO.
Líklegt er að FSN muni senda lið í Rafíþróttamót framhaldsskólanna en þar er keppt í CS.GO, Rocket League og FIFA. Liðin munu ætla að reyna að safna styrkjum til þess að geta tekið þátt, þátttökugjaldið er 25.000 kr.
Við munum leyfa ykkur að fylgjast enn betur með krökkunum í rafíþróttum þegar líður á önnina.