Góðan daginn kæru nemendur.
Þeir sem ætla að taka rútuna núna á vorönn 2020 þurfa að sækja umsókn um skólaakstur og skila mér á fyrsta skóladeginum sem er 7. janúar.
Hægt er að nálgast umsóknina hér á skrifstofunni einnig er hún hér rútuumsókn vor 2020
Við viljum hvetja ykkur kæru nemendur til að nýta rútuna því eins og allir þekkja geta veður verið válynd á milli þéttbýlisstaðanna hér á Snæfellsnesi. Það er einnig vitað að þeir sem ferðast með vel búnum skólabílum eru öruggari en ella.
Þá má nefna að því fylgir mun minni kostnaður að taka þátt í skólaakstrinum heldur en að reka einkabíl þar sem rekstur einkabifreiða hefur hækkað verulega að undanförnu.
Samgöngur er ein af aðaluppsprettum losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi auk þess að hafa neikvæð áhrif á loftgæði. Að nota almenningssamgöngur minnkar útblástur gróðurhúsalofttegunda ef það dregur úr notkun einkabílsins.