Sjúk ást

Í skólanum var haldin SJÚKÁST fræðsla á vegum nemendafélags skólans og forvarnarfulltrúa í samstarfi við Stígamót. SJÚKÁST er forvarnarátak á vegum Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna. Markmið átaksins er að ungmenni þekki lykilhugtök á borð við mörk og samþykki og geti greint muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.

 

Góð mæting var á fræðsluna og fengu allir nemendur glaðning að henni lokinni.