Skólahald 10.-14.janúar

 Vonandi gekk skólabyrjun vel hjá öllum, þó að við yrðum að byrja kennsluna á TEAMS vegna slæmrar veðurspár. Næstkomandi mánudag mun skólahald hefjast í staðkennslu. Það eru ekki miklar breytingar á sóttvarnareglum en það hefur þó verið hert á fjöldatakmörkunum.                      

  • Það mega mest vera 50 nemendur í sama rými en blöndun á milli hópa er heimil.
  • Nálægðartakmarkanir eru 1 m í skóla, þ.e. það þarf  að gæta þess að hafa einn metra á milli nemenda í kennslustofum og hafa grímu ef þess er ekki kostur.
  • Notum grímu alltaf þegar við á, þær eru afhentar á skrifstofu skólans.
  • Handspritt er í anddyri skólans og víðar.
  • Nemendur og starfsfólk er minnt á reglulegan handþvott og sprittun.
  • Ef þið finnið fyrir flensueinkunnum, s.s. hita, særinda í hálsi o.s.frv. er rétt að tilkynna forföll í skólann og fara í skimun.
  • Ég minni á viðbót við skólareglur vegna COVID 19, en þær má lesa hér.

 

Við þekkjum þessar sóttvarnareglur ágætlega og við skulum öll hjálpast að við að fara eftir þeim minnka þar með líkurnar a að veiran komi upp innan skólans.                  

Til minnis:

  • Á þriðjudaginn er umsjónartími.
  • Rútukort eru til sölu á skrifstofu skólans.
  • Matarmiðar eru til sölu á skrifstofu skólans.
  • Töflubreytingum lýkur föstudaginn 14.janúar

 

 

 

               

Gangi okkur vel

Hrafnhildur skólameistari