Skólahald í 50.viku.

Góðan dag ágæta samstarfsfólk og nemendur

 Það hefur verið hefð frá stofnun skólans að útskriftarefni dimmiteri einhvern af síðustu skóladögunum og snæði vöfflur með rjóma ásamt starfsfólki. Þetta árið var ekki dimmision af orsökum sem er öllum kunn en nemendur fengu sitt vöfflukaffi með starfsfólkinu.

Nemendur eru í óða önn að ljúka lokaverkefnum á önninni og við höfum fengið að sjá brot af lokaverkefnum útskriftarnemenda á instagram síðu skólans.

Nú eru aðeins þrír kennsludagar eftir og ég hvet nemendur til að nýta þá vel í síðustu verkefnaskilin á þessari önn.

                   Næsta vika er 50. vika.  7.-9.desember

 Það eru aðeins þrír skóladagar í næstu viku, þ.e. mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur.

  • Nýnemar og starfsbraut mæta í FSN í Grundarfirði og Framhaldsdeild á Patreksfirði.
  • Eldri nemendur mega mæta í FSN og í Framhaldsdeild. Munum persónulegar sóttvarnir.

 

 

 

Til minnis:

  • Miðvikudagur 9.desember er síðasti kennsludagur.
  • Útskriftarhátíð FSN verður haldin laugardaginn 19.desember klukkan 15:00. Upplýsingar um útfærslu verða sendar út þegar ljóst er hve margir mega vera viðstaddir athöfnina.
  •  Munum persónulegar sóttvarnir og slökum ekki á þeim. Sjá upplýsingar á COVID-19.

Góða helgi

Hrafnhildur skólameistari